Soulbottles


Soulbottles eru framleiddar í Þýskalandi og tryggja þau sjálfbæra og sanngjarna framleiðslu. Framtíðarsýn þeirra er að hvetja alla einstaklinga til að vera meðvitaðari um plastnotkun. Um 35.000.000.000 plastflöskur enda út í sjó eða í ruslinu á hverju ári. Um allan heim eru aðeins 1 af 10 plastflöskum endurunnar og þar að auki þarf 3 lítra af vatni til þess að framleiða eina plastflösku. 

Fyrirtækið Soulbottles er meðvitað um að ekki allir hafi aðgang að hreinu vatni og þess vegna eru þau í samstarfi með Viva con Agua St. Pauli e.V og Welthungerhilfe til þess að styðja nepalska WASH verkefnið (Water, Sanitation and Hygiene). Með hverri seldri flösku fer 1 evra til þeirra.