JOCO


JOCO er ástralskt fyrirtæki sem hefur það markmið að draga úr notkun einnota bolla. Þetta finnst okkur frábært framtak og tilvalið er að taka með sér bollann sinn þegar maður kaupir sér take-away kaffi. Bollarnir eru hannaðir með tilliti til kaffiþjóna og er úr hágæða bórsilíkatgleri. Þeir eru léttir og þola miklar breytingar á hitastigi. JOCO bollinn þinn er laus við öll skaðleg efnasambönd sem innihalda BPA, blý og kadmíum.