EIR

EIR CLOUDBERRY PEELING

EIR


Söluverð 4.800 kr
EIR CLOUDBERRY PEELING
EIR CLOUDBERRY PEELING
EIR CLOUDBERRY PEELING

ANDLIT

 

Details

Ávaxtasýrur og ekstrakt úr berjum í Eir Cloudberry Peeling maskanum hreinsar og fjarlægir dauðar húðfrumur ásamt því að hjálpa húðinni að endurnýja sig. Berjaekstraktið er úr múltuberjum og bláberjum, sem hreinsar og er ákaflega rakagefandi. Að auki inniheldur maskinn mýkjandi og nærandi olíur úr rósaberjum og repju ásamt beta-glúkan úr höfrum sem stuðlar að auknum raka.
HÚÐTEGUND:                                      Venjuleg / Þurr / Blönduð / Feit
KOSTIR:
Eksfolierende / Ljómandi / Ilmefnalaus / Vegan
 

Details

Skref 1: Fjarlægið farðann og hreinsið andlitið fyrst. 

Skref 2: Kreistið út smá af maskanum í hendina og setjið á andlitið. Varist að setja maskann í augun. Það þarf ekki að nudda maskanum inní húðina líkt og með skrúbbnum. Húðin getur orðið rauð og heit og mælum við með því að nota maskann á kvöldin og einungis í 2 mínútur fyrst um sinn. Ef þú ert vön/vanur að nota andlitsvörur með ávaxtasýrum, er í lagi að hafa maskann lengur á. Við mælum ekki með þessum maska fyrir þá sem eru með mjög viðkvæma húð. 

Skref 3: Skolið andlitið vel með vatni eða rökum þvottapoka þangað til maskinn er allur farinn af. 

 

Múltuber

Múltuber eru rík af andoxunarefnum líkt og A, C og E vítamínum, sem veita vörn gegn utanaðkomandi streitu og ótímabærri öldrun. Vítamínin hjálpa einnig með endurnýjun og uppbyggingu húðarinnar.

Bláber

Bláber eru full af náttúrulegum andoxunarefnum, pólýfenólum og ávaxtasýrum sem gefa raka og vernda húðina gegn utanaðkomandi streitu.

Hafrar

Innihalda beta-glúkan sem dregur úr roða og ertingu. Hafrarnir róa og næra húðina ásamt því að undirbúa húðina til að takast á við streitu. Olíurnar úr höfrunum hjálpa húðinni að endurheimta náttúrulega áferð sína og mýkt. Einnig er E-vitamín í hafraolíunni sem verndar húðina frá UV-geislum sólarinnar (en koma ekki í staðinn fyrir SPF vörn).

Rósaber

Nærandi og mýkjandi olía sem inniheldur omega-3 og -6. Hún inniheldur einnig vítamín A sem hjálpar að endurbyggja húðina og vernda hana. Olían er sérstaklega góð fyrir þá sem eru með þurra og viðkvæma húð.

 

FULL INGREDIENT LIST

Aqua, Caprylic/Capric Triglyceride, Glycerin, Cetearyl Alcohol, Canola Oil, Cetearyl Olivate, Shea Butter Ethyl Esters, Sorbitan Olivate, Gluconolactone, Glyceryl Stearate, Sodium Benzoate, Sodium PCA, Potassium Sorbate, Sodium Hydroxide, Rubus Chamaemorus Fruit Extract, Tecopherol, Maltodextrin, Vaccinium Myrtillus Fruit Extract, Beta-Glucan, Sorbic Acid, Levulinic Acid, Sodium Levulinate.

Þú gætir einnig haft áhuga á...